Færsluflokkur: Íþróttir
23.2.2007 | 09:09
Jájá...
7-0 fór víst fyrir marglitum í gær... veit ekki hvað gerðist þar sem ég lá heima með ónýtt bak.
Allavega þá var mikið um veikindi í gær og 3 sem gátu ekki mætt... Gunni var ekki lengi að nýta sér það og skella sér beint á toppinn.
Svo er bara að vona að mætingin verði betri að viku liðinni
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 09:27
1 - 1... takk Hilmar
Já góðir hálsar það var jafntefli í gær og marglitir geta þakkað Hilmari fyrir að taka smá Arsenal takta í lokin og hitta ekki í netmöskvana fyrir opnu marki í stöðunni 4-4 í leik númer tvö .
Við hinir komum til með að sjá til þess að hann fái ekki að gleyma þessum snilldar töktum alveg í bráð.
En allavega þá verða óbreytt lið í næsta tíma...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 08:28
2-0 fyrir marglitum
Marglitir sýndu mikinn karakter í gærkvöldi og unnu 2-0 sigur á þeim grænlitu.
Það setur mig í toppsætið þar sem ég vil vera...
gaman að þessu...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 08:35
3-0 fyrir marglitum
Já yfirburðir marglitra voru yfirgnæfandi í gærkvöldi. Reyndar voru grænir með tvo lánsmenn og því kannski ekki vanir að spila saman... en mér er alveg sama því ég vann
Nú er helmingurinn búinn að borga, Maggi - Óskar - Gunni - Ég... hinn helmingurinn (verri?) er vinsamlegast beðinn um að drífa í þessu svo ég þurfi ekki að vera að tuða um þetta endalaust hérna...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 13:21
2-1 fyrir grænum....
Og mátti ekki tæpara vera. Spilaðar voru auka 10 mínútur í gærkvöldi og greinilegt að menn hafa ekki þol í mikið meira en 50 mínúturnar :)
Gunni er nú búinn að vinna alla leiki ársins og situr á toppnum með fullt hús stiga (13) eftir 4 tíma. Ég kem næstur alveg heilum 6 stigum á eftir kappanum. Það skyldi þó ekki vera að einhver úr upprunalega hópnum komi loks til með að vinna eins og eitt tímabil ??
Svo verð ég að lokum að hrósa Magga og Óskari fyrir að vera fyrstir til að borga fyrir leiguna á salnum, Maggi var á undan Óskari en þeireru greinilega þeir ríkustu í klúbbnum að geta borgað hátt í 7000 krónur svona undir lok mánaðarins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 11:50
Reikningurinn góð
Já nú er komið að því enn eina ferðina, reikningurinn er kominn í hús.
Gjalddagi: 01.02.2007
Upphæð: 55.000 kr.
Á mann: 6.875 .- ísl. kr. (erum bara 8 núna)
Greiðist á: 1150-05-477110, kt. 111077-3049
kv. Gjaldkerinn...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 08:31
Jæja
Grænir unnu 2-1 í gær.
Maggi var víst í sigurliðinu í fyrsta tíma ársins og er því kominn með þessi auka 3 stig sem ég stal af honum. Hann átti að vísu ekki að vera í sigurliðinu eins og þið sjáið ef þið kíkið á liðsuppstillinguna frá þessum tíma, en ég mætti ekki í þann tíma og veit því ekki hvers vegna... En Maggi er þá hástökkvari vikunnar, fer úr 10 sæti í 2 sæti og getur glaðst yfir því .
En þið megið alveg tjá ykkur um Carlsberg deildin... eigum við að taka þátt eða ekki? Ætlaði að tala um þetta í gær en var svo slappur að ég þurfti bara að komast heim í rúm.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2007 | 09:13
2 - 0 fyrir grænum í gær
Búinn að uppfæra stigatöfluna og setja inn næstu uppstillingu.
En aftur að Carlsberg deildinni... Ég er til, Binni er til, heyrðist á Hilmari að hann væri til. Hvað með ykkur hina?
Svo er ég búinn að bæta við nýrri síðu sem heitir Dagskráin hérna til vinstri þar sem ég nýtti hið gífurlega skemmtilega calendar frá Google. Nú er aldrei aftur afsökun að vita ekki hvort það sé tími eða ekki því þeir eru allir skráðir þarna inn - og ef það verður eitthvað activity á vegum FC Hasselhoff þá verður því skellt þarna inn líka svo að allir ættu að geta fylgst með hvað er í gangi
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 13:55
Fyrsti tíminn búinn
Marglitir tóku græna í kennslustund og unnu 3-0 og settu þar með Gunna á toppinn, góð byrjun á árinu hjá honum - kominn með góða vinnu og er efstur hjá okkur, til hamingju með það .
Ég mætti ekki vegna smá uppskurðs sem var gerður á hnakkanum á mér á miðvikudag, en verð vonandi klár í slaginn næsta fimmtudag.
Setti inn nýja síðu undir "Síður" hér til vinstri sem er með helstu leikreglunum okkar og bætti við smá klausu um hvernig staðan ræðst eftir hverja umferð - hef aldrei verið ánægður með að raða eftir stafrófsröð næst á eftir stigafjölda... endilega lesið yfir og komið með athugasemdir ef það er eitthvað sem þið vijlið hafa öðruvísi.
En nú vantar okkur 2 menn til að leysa stöðu Diego sem er farinn aftur til síns heima og hans Binna sem ætlar að eyða vetrinum í Danaveldi, endilega komið með hugmyndir að góðum liðsmönnum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 12:41
Nýtt ár ný keppni
Já þá er komið nýtt ár... allir fyllast nú von um að geta orðið sigurvegari FC Hasselhoff, en aðein einn útvalinn getur fengið þann titil í vor (ég).
Diego er farinn af landi brott og tók bikarinn góða með sér, og allar myndirnar sem voru teknar í lokahófinu. Binni kallinn yfirgefur víst landið á sunnudag þannig að það er spurning hvernig verður með bikar í vor þar sem bikarsmíðameistarinn verður ekki meðal vor.
En annars minni ég bara allasaman á að í kvöld hefst hasarinn að nýju... mætum allir ferskir og feitari sem aldrei fyrr eftir jólahátíðina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Staðan
Styrktaraðili
Breiðholtsskóli
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar