Færsluflokkur: Íþróttir

23.00

Það muna náttla allir eftir boltanum í kvöld er það ekki... byrjar stundvíslega kl. 23.00.

Ef þið eruð svo með einhverja auka menn þá endilega draga þá með, því fleiri því betra.

 

.:Mundi:. 


Upphitun fyrir Umf. Dragon - Hasselhoff

Á morgun (30.05.2007) eigum við leik við Umf. Dragon, en þeir eru sem stendur í þriðja sæti í riðlinum.  Fyrir ofan þá eru svo Hunangstunglið og Hvatberar, en við erum einmitt búnir að spila við bæði þessi lið.  Umf. Dragon vann fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum.  Fyrsta leikinn áttu þeir við Team Lebowski, sem við spiluðum einmitt við síðast, og unnu þeir 3-1.  Annar leikur þeirra var við Innri Fegurð og fór sá leikur 2-0 fyrir Umf. Dragon.  Svo áttu þeir í þriðju umferð Marel og tóku þá 4-0.  Í fjórðu umferð tóku þeir á móti Markaregni sem vann okkur eftirminnilega 11-1.  Leikur þeirra endaði með jafntefli 2-2.  Í fyrstu umferðinni í bikarnum léku Umf. Dragon svo aftur við Team Lebowski og tókst þá að vinna þá mjög sannfærandi 7-0.  Miðað við að leikur okkar við Team Lebowski endaði 3-7 þá megum við alveg búast við töluvert erfiðum leik og því mikilvægt að menn fari snemma að sofa í kvöld og undirbúi sig andlega sem og líkamlega Smile.

Annars byrjar leikurinn kl. 19.00... og þar sem þetta er fyrsti leikur kvöldsins verða væntanlega ekki tafir eins og venjulega þannig að gott að menn séu mættir og tilbúnir í slaginn allavega tíu mínútum fyrr.

Svo veit ég ekki alveg hvað er að gerast með kosninguna, 23 búnir að kjósa... hélt ég gæti treyst ykkur til að gera þetta heiðarlega, en nokkuð ljóst að svo er ekki Crying.

Hér eru allavega úrslitin úr manni leiksins

Gunni 25% (6 atkvæði)
Mundi 20% (5 atkvæði)
Óskar 16% (4 atkvæði)
Tumi 16% (4 atkvæði)
Binni 8% (2 atkvæði)
Tóti 8% (2 atkvæði)
Freysi 4% (1 atkvæði)


Nei nú er goðið alveg búið að missa það

Spurning um að skipta um nafn á klúbbnum strákar Woundering .  Neinei hann á svosem ekkert illa við okkar félagsskap, spurning hvort við bjóðum honum ekki bara frekar í partý Devil .
mbl.is Leyndarmálið hélt fjölskyldunni saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti leikur

Næsti leikur er kl. 19.00 á Miðvikudaginn í næstu viku ! Gleymdi að taka fram að það er í næstu viku semsagt, ekki núna í dag!


Hasselhoff 3 - 6 Team Lebowski

"Besta" tapið okkar til þessa, töpum aðeins með þremur mörkum Cool.  Vörnin og markvarslan var ekki að gera sig alveg í kvöld, Lebowski var að fá allt of mörg opin færi rétt við vítateiginn.  Svo var eitt sjálfsmark frá Magga og ég stökk yfir boltann í eitt skipti í staðinn fyrir að verja hann.  Ýmislegt sem má bæta í vörninni en við getum greinilega alveg skorað mörk.

Ég var svo valinn maður leiksins á móti Hunangstunglinu

Mundi 46%
Gunni 23%
Maggi 15%
Valli 7%
Óskar 7%

Næsti leikur er kl. 19.00 á Miðvikudaginn gegn Umf. Dragon sem er eins og stendur í þriðja sæti í riðlinum.

 kv.

Mundi


Upphitun fyrir Hasselhoff - Team Lebowski

Í kvöld mætum við ferskir til leiks, hvort sem það verður sól eða hagl, og gerum okkar besta eins og venjulega Smile . Leikurinn byrjar kl. 21.00 (örugglega einhver seinkun eins og alltaf) og menn verða að koma með einhver hlífðarföt svo þeir krókni ekki úr kulda á bekknum.

Team Lebowski er að því er virðist næst lélegasta liðið í riðlinum þó það sé erfitt að segja til um það á þessu stigi keppninnar. Þeir töpuðu allavega 2-1 á móti Markaregni í síðasta leiknum sínum, búnir að tapa einum leik 4-0 og gera eitt 0-0 jafntefli. Þannig að ef við náum upp svipaðri spilamennsku og síðast gæti þetta orðið hinn skemmtilegasti leikur.

Hilmar er í úglöndum og mætir ekki.
Hannes er líklegast að vinna.  
Valli þarf að vera heima með börnin.

Bjössi kemur á free transfer og verður með í kvöld

Aðrir hafa ekki tilkynnt forföll.


Hunangstunglið 5 : 0 Hasselhoff

Já það er nebbla það.  Okkar lang bestu úrslit til þessa og bara ágætis spilamennska í gangi.  2 mörk á okkur í fyrri hálfleik og 3 í þeim seinni, ekki svo slæmt.

Lítur út fyrir að ég taki markið í næstu leikjum, eða þangað til ég byrja að sökka, annars nokkuð ánægður með eigin frammistöðu í markinu þrátt fyrir að það voru 2 mörk sem ég hefði átt að verja.

Bara asskoti ánægður með okkur Smile

Reynum aftur að kjósa mann leiksin... Valli vertu stilltur


Upphitun... Hunangstunglið : Hasselhoff

Næsti stórleikur okkar er á fimmtudaginn (17.05.07) kl. 21.00 á móti Hunangstunglinu.  Þeir eru búnir að vinna báða sína leiki í deildinni, tóku Marel 4-0 og svo Markaregn sem við vorum að spila við á sunnudaginn 2-1.  Þeir töpuðu svo aftur á móti á móti Bootcamp í bikarnum á sunnudaginn 2-0.

Miðað við að Hunangstunglið vann Markaregn með 1 marki þá er þetta líklega svipað lið að getu og þeir og því ættum við að vita nokkurn vegin að hverju við göngum.  Við spiluðum þokkalegann bolta síðast og nú er bara að halda áfram á réttri braut og ná markatölunni niður, halda áfram að skora allavega þetta eina mark okkar, það heldur móralnum uppi :).

Svo er komin statistics síða, linkurinn er hérna vinstramegin einhversstaðar.


Markaregn 11 : 1 F.C. Hasselhoff

Allt á réttri leið drengir!  Sæmilegasta spilamennska á köflum hjá okkur í dag, menn greinilega að finna taktinn.  Nú komum við okkur undir 2 stafa töluna í næsta leik og eftir það eru allir vegir færir Wink.  Ný markaskorari bættist svo í hópinn í dag þegar Tóti náði að pota boltanum inn eftir góða sókn og fyrirgjöf frá Gunna.  Svo fengum við fyrstu gulu spjöldin líka, Tumi fór frekar harkalega aftan í einn mótherjann (sem reyndar kunni greinilega að láta sig detta með tilþrifum) og var heppinn að sleppa við rauða spjaldið.  Hilmari tókst svo líka að krækja sér í spjald.  Þetta sýnir náttúrulega bara að við erum farnir að þora í mennina og látum finna soldið fyrir okkur.

Gunni var valinn maður leiksins á móti Hval (12 atkvæði bárust) :

83.3 % Gunni
16.7 % Maggi

Kjósið mann leiksins á móti Markaregni ( treysti því að menn kjósi bara einusinni ).

 


Æfing ?

Einhverjir til í létta æfingu á morgun ( laugardag ) ?

Næsta síða »

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband