Færsluflokkur: Íþróttir

Afsakið... Hasselhoff 1 : 13 Hvalur

Já ég verð nú bara að byrja á að afsaka mig og mína frammistöðu í leiknum í kvöld.  Get allavega tekið á mig persónulega 4 mörk vegna slakra (ömurlegra) sendinga.  Hugsa að ég prófi bara að taka markið í næsta leik.

Allavega þá mættu menn nokkuð vongóðir til leiks í dag og voru jafnvel að vonast eftir nokkuð jöfnum leik sem við ættum einhver möguleika í.  Hvalirnir voru nokkuð fljótir að slökkva þá von okkar og voru fljótlega búnir að skora nokkur mörk án þess að við ættum nokkuð svar.  En eins og fyrri daginn þá tókst Gunna af miklu harðfylgi að skora okkar eina mark og er nú orðinn lang markahæðstur hjá okkur með 2 mörk.

Ég er svona að gera mér vonir um að spilamenskan eigi eftir að batna hjá okkur eftir því sem leikirnir verða fleiri og menn fara að venjast stórum velli... við þyrftum eiginlega að leggjast í æfingabúðir í eins og eina viku þar sem við myndum æfa sendingar og móttöku, þá yrðum við strax miklu betri LoL.

Annars sé ég ykkur bara í bikarleiknum á sunnudaginn kl. 14.00 á móti Markaregni.


Hasselhoff - Hvalur

Jæja drengir, þá er komið að næsta leik í deildinni.  Nú eigum við leik við Hval, veit ekkert um liðið annað en að þeir töpuðu fyrsta leiknum sínum 7 - 2 og því má gera ráð fyrir að þeir séu ekki jafn sterkir og lið Hvatberanna sem tóku okkur í kennslustund síðast. 

Við þurfum að mæta mun ákveðnari til leiks í kvöld en við gerðum síðast. 

1. Ekki vera hræddir við smá kontakt - samt ekki grófir.

2. Fastar og hnitmiðaðar sendingar

3. Tala saman, láta vita af mönnum

4. Engar útsölur í vörninni - ekki taka sprettinn beint á sóknarmanninn.

5. Halda stöðunum sínum, lágmark 2 menn aftast.

6. Ef þú missir boltann þá spretta til baka og hjálpa í vörn

7. Hafa gaman af þessu  Grin

Leikurinn byrjar kl. 19.00, eigum við ekki að segja að mæting sé ca. 18.15 - mæta með góða skapið og baráttu andann.


Æfing í kvöld (sunnudag)

Mæting kl. 19.30 sama stað og venjulega.  Látið vita ef þið komið ekki !

Hvatberar 15 : 1 F.C Hasselhoff

Já það blæs ekki byrlega fyrir okkur í byrjun tímabils.  Menn virtust koma hálf skelkaðir til leiks og þorðu ekki almennilega í mótherjana, veit ekki hvort það hafi verið almenn hræðsla við að meiðast eða hvað.   Við erum greinilega ekki vanir nógu hörðum bolta því Hvatberarnir þurftu ekki annað en koma hlaupandi í átt að mönnum og þá vorum við farnir að kjökra eins og smástelpur LoL.

Maður leiksins var án efa Biggi sem kom sterkur inn í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði heil 9 skot.  Gunni náði svo þeim merka áfanga að skora fyrsta mark F.C. Hasselhoff í alvöru leik, átti gullfallegt skot frá ca. miðju á hægri kanntinum - setti boltann laglega yfir markmann Hvatbera sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þar sem þetta var fyrsta skotið okkar á mark.

Annars var fyrri hálfleikur hjá okkur án efa sá arfa slakasti sem sést hefur í íslenskum fótbolta... og þá er nú mikið sagt.  En okkur til hróss þá hættum við ekki heldur komum sterkari til baka í seinni hálfleik og fórum að ná aðeins saman sem lið.  Það sést best á því að við fengum á okkur 10 mörk í fyrri hálfleik en "aðeins" 5 í þeim seinni, auk þess sem við skoruðum markið góða í þeim seinni líka.

Þetta verður án efa mun betra í næsta leik þar sem við verðum þá komnir í okkar eigin búninga og þurfum ekki að spila í einhverjum ÍR treyjum. 

Ég kem til með að búa til statistics síðu hérna við tækifæri.


Hvatberar vs. F.C. Hasselhoff

Leikur í kvöld.  Byrjar kl. 19.00 og ætlast til að menn séu mættir 18.15.

Leiknisvöllurinn í Breiðholti fyrir þá sem ekki vita Smile

Spilum í lánsbúningum í kvöld þar sem búningarnir okkar eru ekki tilbúnir.


Æfing á miðvikudag (02.05)

Hittumst í Garðabænum kl. 20.00 og tökum létta æfingu, stillum mönnum í stöður og reynum að koma upp einhverju leikskipulagi.  Meistaradeildarleikur í gangi á þessum tíma og því ætti ekki að vera neitt mál að fá völl.

Mikilvægt að sem flestir mæti ! ! !


Æfing í dag, sunnudag

Hvernig líst mönnum á æfingu í kvöld kl. 19.00?

Mæta í Garðabæinn, eða einhvert annað ef menn vita um góðan völl. 


Nýr Hasselhoff

Gunni er hinn nýji Hasselhoff, sigraði með ágætis mun. *klapp klapp* .

Æfing á sunnudaginn næsta 29.04... tími og staðsetning koma seinna


Inni æfing í kvöld

Þar sem þetta er síðasti innitíminn okkar á tímabilinu þá er gott að nýta hann.  Byrjar 21.50 eins og venjulega, gott að mæta tímanlega til að máta búningana - leiðinlegt að máta þá sveittir eftir æfingu.

Aðeins vika í fyrsta leik  W00t


Jæja

*BREYTING*  ÆFING Í KVÖLD KL. 20.00 VIÐ STJÖRNUHEIMILIÐ... LÁTIÐ VITA AF MÆTINGU

Þá var önnur útiæfing haldin í gær, 9 manns mættir.

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að frammistaða mann í heildina hafi verið mun betri en á malarvellinum þó að menn hafi átt í töluverðum vandræðum með að hitta á rammann.

Maggi kallinn tók sig til og borgaði 6.700 kr. inn á mig svo að mér finnst rétt að taka það fram að þið þurfið ekki að borga það sem var sett í færslunum hérna fyrir neðan, við fáum um 150.000 frá P&G sem coverar nánast allan kostnað.

Ef Kiddi verður á landinu í sumar erum við komnir með 13 manna hóp í boltann í sumar, sem er mjög gott því eflaust verður eitthvað um forföll á liðinu. 

Kostnaður :

Búningar : 5.900 * 13 = 76.700

Carlsb. deildin : 80.000

Samtals : 156.700 kr.

Sem þýðir 6.700 / 13 = 515 kr. á mann.

En við bíðum með að rukka þangað til allur kostnaður er kominn 100% á hreint.

Hilmar og Maggi endilega látið mig fá reikningsnúmerin ykkar svo ég geti millifært aftur á ykkur.

 

Svo er inniæfing á fimmtudaginn, en spurning hversu margir ætla að mæta og hvort það væri þá skemmtilegra að taka bara útiæfingu í staðinn, t.d. vonlaust að vera 6 á 6 inni?

Meldið ykkur á æfinguna hérna fyrir neðan og látið fylgja með hvort þið mynduð vilja hafa hana inni eða úti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband