Færsluflokkur: Íþróttir

Æfing í kvöld... (fimmtudag)

Stefnum á að hittast kl. 20.00 á vellinum í Hverafold.

Ef menn vita um sparkvelli á leið sinni á staðinn þá endilega kíkja við á þeim og tékka hvort þeir eru lausir... ef svo er þá hringja í mig og ég sendi restina af liðinu þangað Wink.

Þeir sem hafa meldað sig eru :

 

Mundi

Gunni

Tóti

Binni

Valli

Hilmar

Hannes

 

Eftir að fá að vita um Magga (og vin hanns) og Tuma.


Fjármálafréttir

pglogo Það hefur nú dregið til tíðinda í fjárhagsstöðu klúbbsins þar sem Parket og Gólf hefur verið sannfært um að styrkja strákana með dágóðu fjárframlagi.  Erum við þá að tala um ca. 100 þúsund krónur sem fara í að borga þáttökugjaldið í Carlsbergdeildinni og upp í búningakaup og merkingar á þeim.  Sem betur fer eru meðlimir í Hasselhoff svona upp til hópa slugsar í að borga þær upphæðir sem beðið er um og við því bara tveir sem vorum búnir að borga.  Hilmar var búinn að leggja inn 6.700 krónur á mig og ég var búinn að borga 15.000 í staðfestingargjaldið.  Við þurfum að fá verð í merkingarnar á búningunum til að sjá hvað hver og einn þarf að borga, en það verður tölvuert minna en 6.700 (+4000 f. búning).  Spurning hvort við tékkum þá ekki á því hvað myndi kosta að prenta P&G lógó framan á búninginn og nafn og númer aftaná?


Carlsbergdeildin

Jæja...

Hvet nú menn til að kíkja inn á http://www.carlsbergdeildin.net en þar er búið að setja inn riðlana og leikjaskipulag.

Við eigum fyrsta leik 3. maí kl. 19.00 á móti Hvatberum.

Ég ætla að leyfa mér að gera ráð fyrir að við náum 12 manna hópi fyrir sumarið.  Ef við reiknum með 12 manns þá þarf hver og einn að borga 6.700 kr. fyrir þáttökuna.  Heildar gjaldið er 80.000 og ég er búinn að borga staðfestingargjaldið sem er 15.000 af því og fæst endurgreitt ef við mætum í alla leiki - eigum þá 15.000 í lok sumars. 

Þeir sem ætla að vera með þurfa að vera búnir að borga 6.700 kr. fyrir þann 19. apríl

inn á 1150-05-477110, kt. 111077-3049

Ef menn vilja vera með en sjá ekki fram á að geta borgað fyrir þennan tíma, þá láta mig vita (tímanlega) og ég redda þeim fram til 02. Maí... ekki degi lengur!


Sannur Hasselhoff

Myndir segja meira en mörg orð ...

 freysi


2-0 eða 1-0 man það ekki

Allaveg töpuðu grænir í gærkvöldi...

Fyrsti skipti í langan tíma sem við spilum 5 á móti 5... verð að segja að það kallar á mun skemmtilegri tíma.  Ekki bara sparkað og hlaupið heldur þarf actually að spila boltanum LoL.

Jáms...


2-1 fyrir grænum

úje...

Eftir mjög svo slaka byrjun hjá grænum... töpuðum 5-0 þá komum við sterkir til baka og unnum næstu 2 leiki nokkuð sannfærandi (5-1 og 5-3). 

Ég er búinn að borga staðfestingargjaldið fyrir Carlsbergdeildina (15.000) þannig að við erum ekki að missa sætið okkar, er víst mikil ásókn í að komast þarna að.

Hef ekki haft tíma til að kíkja meira á búningamál... nóg að gera.  En endilega komið með uppástungur ef ykkur dettur einhver annar staður en Jói Útherji í hug til að kaupa búningana.


Í formi?

Jæjans... hvernig væri að við myndum nú taka okkur saman í andlitinu og hlaupa saman 1 - 2 sinnum í viku?  Reyna að koma mönnum í smá form ef við ætlum okkur að endast 2 * 25 mínútur í Carlsberg deildinni í sumar.  Hverjir eru til og hvenær myndu þeir hinir sömu vilja hafa hlaupin?

Hringdi í Jóa Útherja áðan og þeir eru með Prostar búninga (bolur, buxur, sokkar) á 4000 - 6000 kr. stk. eftir hvað maður tekur.  Fer og kíki á þetta hjá þeim á eftir.  Eruði með einhverja fleiri staði sem hasselhofflogoég get tékkað á verðum?

Og hvernig gengur að hanna logoið okkar?  Eru ekki allir á fullu að vinna í hugmyndum? 

Skelli inn einu hérna til gamans.


4-0 fyrir marglitum

... gott mál og fyrsta sætið er mitt aftur Cool

Ég var nú að browsa netið og leita að einhverjum myndum sem sýna Baywatch uniformið... þessir menn eru bara alltaf berir að ofan...

En ég fann þessa þar sem Hoffinn er góður við voffa :

Hoffinn

og svo er þetta eina myndin sem ég fann af Baywatch manni í stuttbuxum og stuttermabol...

th_BayWatch2

En búningarnir okkar verða semsagt eitthvað í þessa veru... hvítur bolur, rauðar stuttbuxur og rauðir sokkar?

laters


2-1 fyrir grænum síðast...

Ég geri ráð fyrir að FC Hasselhoff verði með í Carslberg deildinni næsta sumar, ef það er einhver sem ekki vill vera með þá náum við örugglega að redda substitude fyrir hann. 

Í reglum um Minibolta hjá ksi.is stendur að inni á velli séu ávalt 7 leikmenn og mest 5 menn á varamannabekk.  Innáskiptingar eru frjálsar og leikmaður sem fer af velli getur komið aftur inn á.  Sem þýðir að ideal stærð á hópnum væri 12 manns. 

Nú vantar mig að vita hvaða litasamsetningu þið mynduð helst vilja á búningunum okkar, þ.e.a.s litur á buxum, bol og sokkum... rendur eða ekki, stutterma eða langerma... osfrv.

Svo væri gaman ef einhver er geðveikt góður í hönnun ef við gætum verið með eitthvað flott logo...

Svo fer maður að athuga með hvað svona pakki myndi kosta. 


Carlsbergdeildin

Jæja, þá er að komast skipulag á Carlsbergdeildina.  Ef þið viljið vera með þá er pláss frátekið fyrir okkur.

Fékk þennan póst: 

"Nú hefur verið ákveðið að þátttökugjald verði kr. 65.000 í sumar og
að auki verði greitt kr. 15.000 sem trygging fyrir því að liðið mæti í þá leiki sem þeir eiga að mæta í.
Ef liðið mætir hnökralaust þá verður sú upphæð endurgreidd í lok móts.
Staðfestingargjald kr. 15.000 skal greiða fyrir 15. mars og dregst það þá frá heildarupphæðinni sem var  80.000.
 
Ekkert lið getur hafið keppni fyrr en full greiðsla hefur verið innt af hendi.
Eindagi greiðsla er 19. apríl,  sumardaginn fyrsta.

Í augnablikinu er stefnt að fyrsta umferð hefjist fimmtudaginn 3. maí.
Stefnt verður að leikdagar verið þriðjudagar, fimmtudagar og sunnudagar.
Sunnudagur oftast fyrir Bikarkeppnina.
Þetta verður þumalputtareglan fyrir sumarið, en allt getur breyst þegar
KSÍ raðar svo niður sínum leikjum í Íslandsmótunum.
Ekki er víst hvort um langt sumarfrí verði að ræða frá keppni, en líklega
verður stoppað eitthvað seinni partinn í júlí og fram yfir verslunarmannahelgina."

Ef við viljum taka þátt þá held ég að við þyrftum að vera með ca. 14 manna hóp til að geta coverað forföll sem verða örugglega - sem þýðir að okkur vantar 5 í viðbót (geri ráð fyrir Binna).  Endilega takið smá tíma í að melta hvort þið eruð tilbúnir að vera með eða ekki og hvort ykkur dettur einhver í hug sem gæti verið til í að spila með okkur.  Og endilega setjið komment hérna inn ef þið hafið einhver.

Ef menn eru til í þetta þá ætla ég að athuga með hvort við fáum ekki styrktaraðila upp á að fá merkta búninga. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband