12.1.2007 | 09:13
2 - 0 fyrir grænum í gær
Búinn að uppfæra stigatöfluna og setja inn næstu uppstillingu.
En aftur að Carlsberg deildinni... Ég er til, Binni er til, heyrðist á Hilmari að hann væri til. Hvað með ykkur hina?
Svo er ég búinn að bæta við nýrri síðu sem heitir Dagskráin hérna til vinstri þar sem ég nýtti hið gífurlega skemmtilega calendar frá Google. Nú er aldrei aftur afsökun að vita ekki hvort það sé tími eða ekki því þeir eru allir skráðir þarna inn - og ef það verður eitthvað activity á vegum FC Hasselhoff þá verður því skellt þarna inn líka svo að allir ættu að geta fylgst með hvað er í gangi
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 14:38
Næsta sumar
Er einhver áhugi hjá mönnum að taka þá í Carlsberg deildinni næsta sumar?
Held að það gæti verð gaman að taka þátt
Mótið hefst í maí og lýkur í byrjun sept en lítið er leikið í júlí. Leikið er í 7 mannaliðum og spilað eftir reglum KSÍ um minibolta. Hver leikur er 2*25mín.
Skelliði inn athugasemdum um hvort þið væruð til í þetta, það borgar sig að skrá sig fyrr en seinna skilst mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 13:55
Fyrsti tíminn búinn
Marglitir tóku græna í kennslustund og unnu 3-0 og settu þar með Gunna á toppinn, góð byrjun á árinu hjá honum - kominn með góða vinnu og er efstur hjá okkur, til hamingju með það .
Ég mætti ekki vegna smá uppskurðs sem var gerður á hnakkanum á mér á miðvikudag, en verð vonandi klár í slaginn næsta fimmtudag.
Setti inn nýja síðu undir "Síður" hér til vinstri sem er með helstu leikreglunum okkar og bætti við smá klausu um hvernig staðan ræðst eftir hverja umferð - hef aldrei verið ánægður með að raða eftir stafrófsröð næst á eftir stigafjölda... endilega lesið yfir og komið með athugasemdir ef það er eitthvað sem þið vijlið hafa öðruvísi.
En nú vantar okkur 2 menn til að leysa stöðu Diego sem er farinn aftur til síns heima og hans Binna sem ætlar að eyða vetrinum í Danaveldi, endilega komið með hugmyndir að góðum liðsmönnum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 12:41
Nýtt ár ný keppni
Já þá er komið nýtt ár... allir fyllast nú von um að geta orðið sigurvegari FC Hasselhoff, en aðein einn útvalinn getur fengið þann titil í vor (ég).
Diego er farinn af landi brott og tók bikarinn góða með sér, og allar myndirnar sem voru teknar í lokahófinu. Binni kallinn yfirgefur víst landið á sunnudag þannig að það er spurning hvernig verður með bikar í vor þar sem bikarsmíðameistarinn verður ekki meðal vor.
En annars minni ég bara allasaman á að í kvöld hefst hasarinn að nýju... mætum allir ferskir og feitari sem aldrei fyrr eftir jólahátíðina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2006 | 14:50
Árið er liðið...
...allavega fótboltaárið !
Diego vann með 5 stiga mun og óskum við honum allir auðvitað til hamingju með það, nema þeir tapsáru auðvitað.
Þrátt fyrir (ó)heiðarlega tilraun marglitra til að sigra þá grænu, endaði gærkvöldið samt með jafntefli og með smá heppni hefðu grænir getað tekið þetta, en stundum vill boltinn bara ekki inn þegar aðeins eitt mark er eftir.
Svo skillst mér að það sé lokahóf á laugardaginn, væri ágætt að fá staðfestinu á því kannski
Annars bara gleðileg jól.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2006 | 12:51
Diego
er sigurvegari nú fyrir áramót þar sem enginn getur náð honum eftir umferð morgundagsins.
Til hamingju með það Diego
Allaveg þá er samt hörð barátta um annað sætið og verður því tekið extra vel á því í næsta tíma, uppstillingin er komin inn.
Freysi bróðir mætir ekki vegna jólahlaðborðs og kemur Kiddi því inn í hans stað... djöfull vona ég að þú sért í einhverju formi drengur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2006 | 21:04
Síðasti tími?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.11.2006 | 12:42
Síðasti tími
Var góður fyrir mína menn... en hefði mátt vera betri. Maggi mætti ekki og lét hvorki kóng né prest vita sem gerði það að verkum að grænir voru einum færri. 4 á móti 3 ætti alltaf að þýða sigur í öllum leikjum, en sú var því miður ekki niðurstaðan. Allt leit út fyrir að marglitir myndu sigra alla leikina án töluverðra vandræða, en þá kom allt í einu upp úr þurru 5-0 sigur hjá grænum og þeir björguðu sér þar með frá því að fá mínusstig.
Gaman að þessu. Næsta uppstilling er komin inn. Við bræðurnir mætum hvorugir í næsta tíma, ég er að fara á tónleika og Freysi í miðjum prófum. En við erum í sitthvoru liðinu þannig að þið ráðið hvort þið takið 4-4 eða finnið 2 aukamenn.
Adios...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 17:48
Næsta uppstilling

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Staðan
Styrktaraðili

Breiðholtsskóli
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar