5.3.2007 | 10:54
2-1 fyrir grænum síðast...
Ég geri ráð fyrir að FC Hasselhoff verði með í Carslberg deildinni næsta sumar, ef það er einhver sem ekki vill vera með þá náum við örugglega að redda substitude fyrir hann.
Í reglum um Minibolta hjá ksi.is stendur að inni á velli séu ávalt 7 leikmenn og mest 5 menn á varamannabekk. Innáskiptingar eru frjálsar og leikmaður sem fer af velli getur komið aftur inn á. Sem þýðir að ideal stærð á hópnum væri 12 manns.
Nú vantar mig að vita hvaða litasamsetningu þið mynduð helst vilja á búningunum okkar, þ.e.a.s litur á buxum, bol og sokkum... rendur eða ekki, stutterma eða langerma... osfrv.
Svo væri gaman ef einhver er geðveikt góður í hönnun ef við gætum verið með eitthvað flott logo...
Svo fer maður að athuga með hvað svona pakki myndi kosta.
Íþróttir | Breytt 6.3.2007 kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2007 | 10:41
Carlsbergdeildin
Jæja, þá er að komast skipulag á Carlsbergdeildina. Ef þið viljið vera með þá er pláss frátekið fyrir okkur.
Fékk þennan póst:
"Nú hefur verið ákveðið að þátttökugjald verði kr. 65.000 í sumar og
að auki verði greitt kr. 15.000 sem trygging fyrir því að liðið mæti í þá leiki sem þeir eiga að mæta í.
Ef liðið mætir hnökralaust þá verður sú upphæð endurgreidd í lok móts.
Staðfestingargjald kr. 15.000 skal greiða fyrir 15. mars og dregst það þá frá heildarupphæðinni sem var 80.000.
Ekkert lið getur hafið keppni fyrr en full greiðsla hefur verið innt af hendi.
Eindagi greiðsla er 19. apríl, sumardaginn fyrsta.
Í augnablikinu er stefnt að fyrsta umferð hefjist fimmtudaginn 3. maí.
Stefnt verður að leikdagar verið þriðjudagar, fimmtudagar og sunnudagar.
Sunnudagur oftast fyrir Bikarkeppnina.
Þetta verður þumalputtareglan fyrir sumarið, en allt getur breyst þegar
KSÍ raðar svo niður sínum leikjum í Íslandsmótunum.
Ekki er víst hvort um langt sumarfrí verði að ræða frá keppni, en líklega
verður stoppað eitthvað seinni partinn í júlí og fram yfir verslunarmannahelgina."
Ef við viljum taka þátt þá held ég að við þyrftum að vera með ca. 14 manna hóp til að geta coverað forföll sem verða örugglega - sem þýðir að okkur vantar 5 í viðbót (geri ráð fyrir Binna). Endilega takið smá tíma í að melta hvort þið eruð tilbúnir að vera með eða ekki og hvort ykkur dettur einhver í hug sem gæti verið til í að spila með okkur. Og endilega setjið komment hérna inn ef þið hafið einhver.
Ef menn eru til í þetta þá ætla ég að athuga með hvort við fáum ekki styrktaraðila upp á að fá merkta búninga.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2007 | 09:09
Jájá...
7-0 fór víst fyrir marglitum í gær... veit ekki hvað gerðist þar sem ég lá heima með ónýtt bak.
Allavega þá var mikið um veikindi í gær og 3 sem gátu ekki mætt... Gunni var ekki lengi að nýta sér það og skella sér beint á toppinn.
Svo er bara að vona að mætingin verði betri að viku liðinni
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 16:16
Er þetta góð fyrirmynd ungra drengja.
Sælir félagar. Nú er svo komið að fyrirmynd okkar, ímind karlmennskunar er farinn að klæða sig í kjóla og farinn að mála sig. Ekki svo að ég hafi eitthvað á móti slíku almennt en þar eð vinur okkar David Hasselhoff er fyrirmynd okkar ungra og óharnaðra drengjanna tel ég óráðlegt að halda merkjum hans á lofti. Ég haf ráðfært mig við Gunnar nokkurn í Krossinum og er hann mér fullkomnlega sammála og hefur komið upp með hugmyndir af persónum sem stunda kristilegra líferni . Þar má Nefna Uri Lupolianski, borgarstjóra Jerúsalem, Danska biskupinn Steen Skovsgaard og Fjolnir Tatto.
Meðfylgjandi er svo tengill þar sem má finna myndir af "fyrirmyndinni"
http://fuckingdickhead.com/index.php/topic,169.0.html
Annars bið ég bara að heilsa í bili.
Binni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 09:27
1 - 1... takk Hilmar
Já góðir hálsar það var jafntefli í gær og marglitir geta þakkað Hilmari fyrir að taka smá Arsenal takta í lokin og hitta ekki í netmöskvana fyrir opnu marki í stöðunni 4-4 í leik númer tvö .
Við hinir komum til með að sjá til þess að hann fái ekki að gleyma þessum snilldar töktum alveg í bráð.
En allavega þá verða óbreytt lið í næsta tíma...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 08:28
2-0 fyrir marglitum
Marglitir sýndu mikinn karakter í gærkvöldi og unnu 2-0 sigur á þeim grænlitu.
Það setur mig í toppsætið þar sem ég vil vera...
gaman að þessu...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 08:35
3-0 fyrir marglitum
Já yfirburðir marglitra voru yfirgnæfandi í gærkvöldi. Reyndar voru grænir með tvo lánsmenn og því kannski ekki vanir að spila saman... en mér er alveg sama því ég vann
Nú er helmingurinn búinn að borga, Maggi - Óskar - Gunni - Ég... hinn helmingurinn (verri?) er vinsamlegast beðinn um að drífa í þessu svo ég þurfi ekki að vera að tuða um þetta endalaust hérna...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 13:21
2-1 fyrir grænum....
Og mátti ekki tæpara vera. Spilaðar voru auka 10 mínútur í gærkvöldi og greinilegt að menn hafa ekki þol í mikið meira en 50 mínúturnar :)
Gunni er nú búinn að vinna alla leiki ársins og situr á toppnum með fullt hús stiga (13) eftir 4 tíma. Ég kem næstur alveg heilum 6 stigum á eftir kappanum. Það skyldi þó ekki vera að einhver úr upprunalega hópnum komi loks til með að vinna eins og eitt tímabil ??
Svo verð ég að lokum að hrósa Magga og Óskari fyrir að vera fyrstir til að borga fyrir leiguna á salnum, Maggi var á undan Óskari en þeireru greinilega þeir ríkustu í klúbbnum að geta borgað hátt í 7000 krónur svona undir lok mánaðarins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 11:50
Reikningurinn góð
Já nú er komið að því enn eina ferðina, reikningurinn er kominn í hús.
Gjalddagi: 01.02.2007
Upphæð: 55.000 kr.
Á mann: 6.875 .- ísl. kr. (erum bara 8 núna)
Greiðist á: 1150-05-477110, kt. 111077-3049
kv. Gjaldkerinn...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 08:31
Jæja
Grænir unnu 2-1 í gær.
Maggi var víst í sigurliðinu í fyrsta tíma ársins og er því kominn með þessi auka 3 stig sem ég stal af honum. Hann átti að vísu ekki að vera í sigurliðinu eins og þið sjáið ef þið kíkið á liðsuppstillinguna frá þessum tíma, en ég mætti ekki í þann tíma og veit því ekki hvers vegna... En Maggi er þá hástökkvari vikunnar, fer úr 10 sæti í 2 sæti og getur glaðst yfir því .
En þið megið alveg tjá ykkur um Carlsberg deildin... eigum við að taka þátt eða ekki? Ætlaði að tala um þetta í gær en var svo slappur að ég þurfti bara að komast heim í rúm.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Staðan
Styrktaraðili

Breiðholtsskóli
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar