Færsluflokkur: Íþróttir

Reikningurinn

Jæja...

1. Binni

2. Óskar

3. Mundi

4. Hilmar

5. Valgeir

6. Freysi 

 

Þetta eru þær hetjur sem eru búnar að borga og í þeirri röð sem við borguðum Koss

 

Skora á hina að borga við fyrsta tækifæri... og skora líka á Tóta að vera ekki síðastur Svalur

 

Annars var þetta þrusu tími í gær... Gunni gleymdi vestunum og ég held að það hafi átt stórann þátt í að marglitir unnu fyrsta leikinn... þeir einfaldlega virtust vera fleiri.  En grænir stóðust þessa þraut og unnu 2 leiki, þann seinni á síðustu sekúndunum.  Held þetta hafi aldrei verið jafn tæpt.

 

Gott effort... 


Liðsuppstilling

Nú er alltaf hægt að nálgast liðsuppstillingar hérna til vinstri undir "Síður"

 Annars þakka ég fyrir þokkalegt geym á laugardaginn... mætingin bara sæmileg á heildina litið, vantaði bara nýju mennina og Binna smala.

 


Jafntefli í gærkvöld.

KF Nörd hvað??

Já það var hart barist í Breiðholtinu í gær.  Marglitir sýndu óneitanlega mun meiri grimmd og ákveðni í fyrri leiknum og unnu verðskuldaðan sigur þá.  Grænir komu svo heppnari til baka í seinni leiknum og einhvern vegin duttu inn 5 mörk og sigurinn var í höfn.  Gunni átti án efa mark vikunnar þar sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu nánast frá miðju með þrumu skoti, svona Alonso mark Brosandi.  Lítil breyting verður því á uppstillingu næsta tíma, Binni og Diego skipta einfaldlega um lið.

Svo var tekin þessi frábæra hópmynd... hópurinn minnir nú óneitanlega á ákveðinn sjónvarpsþátt sem er í gangi á Sýn núna.

Partý á laugardag í Mosfellsbænum... ætla ekki að setja heimilisfangið hérna svo það fari ekki að streyma að óvelkomnir aðdáendur klúbbsins.  Spurning hvenær menn vilja mæta?  Ég er að slípa gólf í Borgarnesi en stefni á að vera kominn í bæinn aftur fyrir kl. 16.00... þannig að við gætum byrjað snemma og horft á Reading - Man. Utd sem byrjar kl. 16.15, ef það er einhver áhugi fyrir því þ.e.a.s.

Látiði bara í ykkur heyra !


Uppstilling kveldsins

SætiGrænirHinirSæti

1

GunniHilmar2

4

BinniDiego3

6

MundiFreysi5

8

ÓskarValli7

10

TótiMaggi9

 

Hvernig væri svo að setja í kommentin hvort þið viljið partý á laugardaginn eða ekki Svalur


Uppstilling kveldsins...

SætiGrænirHinirSæti

1

BinniGunni2

4

ValliHilmar3

6

ÓskarDiego5

8

MaggiFreysi7

10

TótiMundi9

Kíkiði svo á snillinginn Hasselhoff

Svona lítur þetta út fyrir kvöldið!  Er einhver búinn að finna vestin í óhreina tauinu heima hjá sér?? Ef ekki þá þurfiði að leita betur.  Og Freysi þú kannski tékkar á the three amigos, Hannesi, Bjössa og Danna - hvort þeir hafi blessuð vestin.  Ef þau verða ekki komin í leitirnar fyrir kvöldið þá þurfa þeir sem eru merktir sem grænir að mæta í dökku og við hinir í einhverju ljósu.  Annars verða grænir berir að ofan Koss


Lagersala

Lagersala ADIDAS verður um helgina í kjallaranum í Faxafeni 7. Opið laugardaginn 10-16 og sunnudaginn 12-16. Aðeins opið þessa 2 daga. Allar vörur með 50% afslætti.  

Excel skjalið góða

Stöðuskjalið fylgir hér með Svalur Er svo í framtíðinni hægt að nálgast það efst í stöðulistanum hérna vinstra megin...


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrsta tíma lokið

Þá er veturinn loks kominn, fyrsti tími hjá FC Hasselhoff er að baki!

Ekki varð úr að nota liðsuppstillinguna sem átti að vera þar sem enginn veit hver er með vestin og ákveðið var að raða mönnum saman eftir lit á bolum.  Dökkir skíttöpuðu eftir að hafa skorað fyrsta mark tímabilsins, og var það auðvitað ég sem skoraði með þrumuskoti neðst í hægra hornið með vinstri fæti...  Auðvitað má láta fylgja sögunni að dökkir voru einum færri og því kannski ekki skrítið að leikurinn hafi tapast Öskrandi.

Hvernig líst mönnum svo á að hafa smá start of season teiti þann 23. sept, þar sem það gleymdist að hafa lokahóf síðast?

Annars lítur tímabilið vel út, en okkur vantar enn tíunda mann... þið megið finna hann ásamnt vestunum okkar.


1. Liðsuppstilling

SætiGrænirHinirSæti

1

BinniFreysi

2

4

HilmarGunni

3

6

TótiMundi

5

8

Nýr 1Valli

7

10

Nýr 3Nýr 2

9

Ég veit ekkert um þessa nýju en...

Nýr 1 = Hilmars maður

Nýr 2 = Tóta maður

Nýr 3 = Aukamaður sem Tóti kemur með í kvöld

Hver sem er með vestin má muna eftir þeim !!!

Update:

Benedetto er hættur við að ganga til liðs við FC Hasselhoff.  Þótti honum hann verðskulda betri grunnlaun og leist ekkert á fjárhagsstöðu FC Hasselhoff.  Hann hefur því róið á önnur og "betri" mið.  Hilmar reynir að redda manni fyrir kvöldið, en þetta þýðir að okkur vantar enn einn framtíðarmann !

 


Nýir leikmenn

Já nú er búið að staðfesta 2 nýja leikmenn fyrir tímabilið.  Hilmar hefur nælt í einn ítalskan frá Juventus á free transfer, nú er bar að sjá hvort hann höndli hörkuna í FC Hasselhoff boltanum Brosandi.  Tóti hefur svo tilkynnt að hann hafi annan mann sem kemur til með að spila með okkur.  Þessir nýju guttar verða svo afhjúpaðir á fimmtudagskvöld og vígðir inn í hópinn með hóptæklingu...

Minni menn á að fara út að hlaupa á hverjum degi fram að fyrstu æfingu svo þið dettið ekki niður dauðir eftir fyrsta korterið... 

 3 dagar í kick off Glottandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband