Hvatberar 15 : 1 F.C Hasselhoff

Já það blæs ekki byrlega fyrir okkur í byrjun tímabils.  Menn virtust koma hálf skelkaðir til leiks og þorðu ekki almennilega í mótherjana, veit ekki hvort það hafi verið almenn hræðsla við að meiðast eða hvað.   Við erum greinilega ekki vanir nógu hörðum bolta því Hvatberarnir þurftu ekki annað en koma hlaupandi í átt að mönnum og þá vorum við farnir að kjökra eins og smástelpur LoL.

Maður leiksins var án efa Biggi sem kom sterkur inn í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði heil 9 skot.  Gunni náði svo þeim merka áfanga að skora fyrsta mark F.C. Hasselhoff í alvöru leik, átti gullfallegt skot frá ca. miðju á hægri kanntinum - setti boltann laglega yfir markmann Hvatbera sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þar sem þetta var fyrsta skotið okkar á mark.

Annars var fyrri hálfleikur hjá okkur án efa sá arfa slakasti sem sést hefur í íslenskum fótbolta... og þá er nú mikið sagt.  En okkur til hróss þá hættum við ekki heldur komum sterkari til baka í seinni hálfleik og fórum að ná aðeins saman sem lið.  Það sést best á því að við fengum á okkur 10 mörk í fyrri hálfleik en "aðeins" 5 í þeim seinni, auk þess sem við skoruðum markið góða í þeim seinni líka.

Þetta verður án efa mun betra í næsta leik þar sem við verðum þá komnir í okkar eigin búninga og þurfum ekki að spila í einhverjum ÍR treyjum. 

Ég kem til með að búa til statistics síðu hérna við tækifæri.


Hvatberar vs. F.C. Hasselhoff

Leikur í kvöld.  Byrjar kl. 19.00 og ætlast til að menn séu mættir 18.15.

Leiknisvöllurinn í Breiðholti fyrir þá sem ekki vita Smile

Spilum í lánsbúningum í kvöld þar sem búningarnir okkar eru ekki tilbúnir.


Æfing á miðvikudag (02.05)

Hittumst í Garðabænum kl. 20.00 og tökum létta æfingu, stillum mönnum í stöður og reynum að koma upp einhverju leikskipulagi.  Meistaradeildarleikur í gangi á þessum tíma og því ætti ekki að vera neitt mál að fá völl.

Mikilvægt að sem flestir mæti ! ! !


Æfing í dag, sunnudag

Hvernig líst mönnum á æfingu í kvöld kl. 19.00?

Mæta í Garðabæinn, eða einhvert annað ef menn vita um góðan völl. 


Nýr Hasselhoff

Gunni er hinn nýji Hasselhoff, sigraði með ágætis mun. *klapp klapp* .

Æfing á sunnudaginn næsta 29.04... tími og staðsetning koma seinna


Inni æfing í kvöld

Þar sem þetta er síðasti innitíminn okkar á tímabilinu þá er gott að nýta hann.  Byrjar 21.50 eins og venjulega, gott að mæta tímanlega til að máta búningana - leiðinlegt að máta þá sveittir eftir æfingu.

Aðeins vika í fyrsta leik  W00t


Jæja

*BREYTING*  ÆFING Í KVÖLD KL. 20.00 VIÐ STJÖRNUHEIMILIÐ... LÁTIÐ VITA AF MÆTINGU

Þá var önnur útiæfing haldin í gær, 9 manns mættir.

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að frammistaða mann í heildina hafi verið mun betri en á malarvellinum þó að menn hafi átt í töluverðum vandræðum með að hitta á rammann.

Maggi kallinn tók sig til og borgaði 6.700 kr. inn á mig svo að mér finnst rétt að taka það fram að þið þurfið ekki að borga það sem var sett í færslunum hérna fyrir neðan, við fáum um 150.000 frá P&G sem coverar nánast allan kostnað.

Ef Kiddi verður á landinu í sumar erum við komnir með 13 manna hóp í boltann í sumar, sem er mjög gott því eflaust verður eitthvað um forföll á liðinu. 

Kostnaður :

Búningar : 5.900 * 13 = 76.700

Carlsb. deildin : 80.000

Samtals : 156.700 kr.

Sem þýðir 6.700 / 13 = 515 kr. á mann.

En við bíðum með að rukka þangað til allur kostnaður er kominn 100% á hreint.

Hilmar og Maggi endilega látið mig fá reikningsnúmerin ykkar svo ég geti millifært aftur á ykkur.

 

Svo er inniæfing á fimmtudaginn, en spurning hversu margir ætla að mæta og hvort það væri þá skemmtilegra að taka bara útiæfingu í staðinn, t.d. vonlaust að vera 6 á 6 inni?

Meldið ykkur á æfinguna hérna fyrir neðan og látið fylgja með hvort þið mynduð vilja hafa hana inni eða úti.


Æfing á sunnudag (22.04)

Hvar : Sparkvellir hjá Stjörnunni Garðabæ

Hvenær : 20.00

Mæting sama hvernig viðrar, þurfum að undibúa okkur fyrir íslenskt sumar.  Endilega setjið í kommentin hvort þið ætlið að mæta eða ekki svo við vitum ca. fjöldann sem kemur.

Vorum 8 sem mættum í gær og spiluðum frekar ófagra knattspyrnu.  Menn vildu nú meina að þetta hafi verið vellinum að kenna Cool.

Skellið líka í kommentin hvaða númer þið vijlið á búningana ykkar... pant fá nr. 8 Smile


Æfing í kvöld... (fimmtudag)

Stefnum á að hittast kl. 20.00 á vellinum í Hverafold.

Ef menn vita um sparkvelli á leið sinni á staðinn þá endilega kíkja við á þeim og tékka hvort þeir eru lausir... ef svo er þá hringja í mig og ég sendi restina af liðinu þangað Wink.

Þeir sem hafa meldað sig eru :

 

Mundi

Gunni

Tóti

Binni

Valli

Hilmar

Hannes

 

Eftir að fá að vita um Magga (og vin hanns) og Tuma.


Fyrsti leikur

Var aðeins að leita á netinu að upplýsingum um Hvatberana sem verða fyrsta liðið sem við spilum við í sumar.

http://hvatberar.net/

Kemur fram á síðunni að þeim hefur gengið nokkuð vel í deildinni síðustu 2 ár, 2 sætið 2005 og 4 sætið 2006.  Því er ljóst að okkar fyrsti Carlsbergdeildarleikur verður ekki sá auðveldasti Wink.

Þurfum að hittast og taka nokkar útileiki áður en dæmið byrjar... aðeins að venjast því að hlaupa úti í ferska loftinu.

Svo er hérna enn ein snilldin frá ædolinu okkar

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=18&ba=tonlist&id=3120


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband