Nýir leikmenn

Já nú er búið að staðfesta 2 nýja leikmenn fyrir tímabilið.  Hilmar hefur nælt í einn ítalskan frá Juventus á free transfer, nú er bar að sjá hvort hann höndli hörkuna í FC Hasselhoff boltanum Brosandi.  Tóti hefur svo tilkynnt að hann hafi annan mann sem kemur til með að spila með okkur.  Þessir nýju guttar verða svo afhjúpaðir á fimmtudagskvöld og vígðir inn í hópinn með hóptæklingu...

Minni menn á að fara út að hlaupa á hverjum degi fram að fyrstu æfingu svo þið dettið ekki niður dauðir eftir fyrsta korterið... 

 3 dagar í kick off Glottandi


Salurinn staðfestur...

Steinn frá ÍBR hringdi í mig rétt í þessu og sagði að salurinn væri okkar enn og aftur :).  Ég legg því til að menn taki sig til og fari út að skokka eftir vinnu alla þessa viku og fram á fimtudaginn í næstu viku því þá tekur "alvaran" við.

Fyrsti tími er semsagt 07.09.2006 kl. 21.50 stundvísslega!


Liðsmenn tímabilið 06/07

Hetjan okkar

Jæja þá er þetta allt að fara að smella á, ég er enn að bíða eftir að heyra um salinn, en held við séum nokkuð öruggir með að fá hann aftur, getur eiginlega ekki annað verið. 

Staðfestar hetjur:

Mundi
Gunni
Valli
Freysi
Hilmar
Binni, þegar hann er á landinu
Tóti, býst ég við en hef ekki heyrt í honum

Meiddir, í útlöndum eða annað rugl:

Hannes, tognaður á nára eins og aumingi
Bjössi, Útland að læra eitthvað rugl
Danni, þykist vera að æfa fótbolta - tilbúinn í afleysingar

Þessir ungu drengir eru semsagt næstum allir dottnir út, meiru aumingjarnir maður... Svalur

Hilmar gæti verið með mann handa okkur, kemur í ljós eftir helgi.  Endilega hafið augun opin fyrir framtíðar mönnum sem hafa nægilega góðan standard til að spila með okkur (þurfa semsagt að geta staðið í lappirnar).  Við þurfum alveg 1-2 í viðbót, fer soldið eftir Hannesi og hans ástandi.


Ný heimasíða FC Hasselhoff

Ég einfaldlega nenni ekki að forrita nýja heimasíðu fyrir okkur.  Getum bara notast við þetta.  Hér er hægt að gera flest allt sem við viljum geta gert á heimasíðu okkar :)

 Ég sendi ykkur notandanafn og lykilorð í pósti ;)


« Fyrri síða

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband