Upphitun fyrir Umf. Dragon - Hasselhoff

Á morgun (30.05.2007) eigum við leik við Umf. Dragon, en þeir eru sem stendur í þriðja sæti í riðlinum.  Fyrir ofan þá eru svo Hunangstunglið og Hvatberar, en við erum einmitt búnir að spila við bæði þessi lið.  Umf. Dragon vann fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum.  Fyrsta leikinn áttu þeir við Team Lebowski, sem við spiluðum einmitt við síðast, og unnu þeir 3-1.  Annar leikur þeirra var við Innri Fegurð og fór sá leikur 2-0 fyrir Umf. Dragon.  Svo áttu þeir í þriðju umferð Marel og tóku þá 4-0.  Í fjórðu umferð tóku þeir á móti Markaregni sem vann okkur eftirminnilega 11-1.  Leikur þeirra endaði með jafntefli 2-2.  Í fyrstu umferðinni í bikarnum léku Umf. Dragon svo aftur við Team Lebowski og tókst þá að vinna þá mjög sannfærandi 7-0.  Miðað við að leikur okkar við Team Lebowski endaði 3-7 þá megum við alveg búast við töluvert erfiðum leik og því mikilvægt að menn fari snemma að sofa í kvöld og undirbúi sig andlega sem og líkamlega Smile.

Annars byrjar leikurinn kl. 19.00... og þar sem þetta er fyrsti leikur kvöldsins verða væntanlega ekki tafir eins og venjulega þannig að gott að menn séu mættir og tilbúnir í slaginn allavega tíu mínútum fyrr.

Svo veit ég ekki alveg hvað er að gerast með kosninguna, 23 búnir að kjósa... hélt ég gæti treyst ykkur til að gera þetta heiðarlega, en nokkuð ljóst að svo er ekki Crying.

Hér eru allavega úrslitin úr manni leiksins

Gunni 25% (6 atkvæði)
Mundi 20% (5 atkvæði)
Óskar 16% (4 atkvæði)
Tumi 16% (4 atkvæði)
Binni 8% (2 atkvæði)
Tóti 8% (2 atkvæði)
Freysi 4% (1 atkvæði)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að eiga stórleik í kvöld, hlökkum til að spila við ykkur, svo helvíti gott veður!

Dreki (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 16:15

2 identicon

Já þetta verður bara gaman sumarið komið loksins(vonandi)

Hoffinn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband