9.5.2007 | 23:00
Afsakið... Hasselhoff 1 : 13 Hvalur
Já ég verð nú bara að byrja á að afsaka mig og mína frammistöðu í leiknum í kvöld. Get allavega tekið á mig persónulega 4 mörk vegna slakra (ömurlegra) sendinga. Hugsa að ég prófi bara að taka markið í næsta leik.
Allavega þá mættu menn nokkuð vongóðir til leiks í dag og voru jafnvel að vonast eftir nokkuð jöfnum leik sem við ættum einhver möguleika í. Hvalirnir voru nokkuð fljótir að slökkva þá von okkar og voru fljótlega búnir að skora nokkur mörk án þess að við ættum nokkuð svar. En eins og fyrri daginn þá tókst Gunna af miklu harðfylgi að skora okkar eina mark og er nú orðinn lang markahæðstur hjá okkur með 2 mörk.
Ég er svona að gera mér vonir um að spilamenskan eigi eftir að batna hjá okkur eftir því sem leikirnir verða fleiri og menn fara að venjast stórum velli... við þyrftum eiginlega að leggjast í æfingabúðir í eins og eina viku þar sem við myndum æfa sendingar og móttöku, þá yrðum við strax miklu betri .
Annars sé ég ykkur bara í bikarleiknum á sunnudaginn kl. 14.00 á móti Markaregni.
Staðan
Styrktaraðili
Breiðholtsskóli
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir leikinn drengir, þetta var nú aðeins skárra en síðast. Sammála því að við verðum að æfa sendingar og móttökur betur. Hins vegar nýttum við kantana aðeins betur en í fyrsta leiknum sem er ljósi punkturinn. Þurfum að dreifa okkur meira yfir völlinn og reyna að láta boltann ganga svolítið manna á milli.
Ég vil tilnefna Gunna sem mann leiksins, hann var eitraður í sókninni þegar boltinn komst yfir á vallarhelming hinna . Synd að boltinn fór ekki inn þegar hann skaut í slána.
Valli (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 12:19
Já Gunni er klárlega striker númer eitt hjá okkur. Nú er spurning um að koma boltanum oftar á hann þarna frammi, og kannski fá nokkra með honum í sóknina .
Mundi (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.