18.7.2007 | 14:01
Æfingaleikur við FC Kajak
Jæja piltar, æfingaleikur í Sandgerði við FC Kajak á morgun (fimtudag). Þeir voru búnir að cancelera honum en svo losnaði völlurinn þannig að þetta er on ef við náum í lið .
Allavega þá er ætlunin að byrja um 20.00 á morgun, svo að menn bara leggja af stað úr bænum svona uppúr 19.00, og um að gera að fara á sem fæstum bílum... er það ekki.
Ég get reyndar ekki spilað á morgun þar sem ég sleit eitthvað í hægri kálfa í tæklingunni góðu í síðustu viku... en ég mæti að sjálfsögðu og hvet ykkur áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 09:37
Hausastaðir 8 - 3 Hasselhoff
Lengi vel leit út fyrir að við myndum ná að stríða Hausastöðum þó nokkuð, vorum með 8 skiptimenn á móti einum hjá þeim. Allar líkur voru þá á að við myndum ná að halda uppi meiri hraða út allan leikinn og kannski setja nokkur þegar þeir væru orðnir þreyttir. En allt kom nú fyrir ekki og soldið skipulagsleysi í vörninni varð til þess að menn Hausastaða voru að komast í dauðafæri hvað eftir annað. Við getum þakkað nýja markmanninum okkar fyrir að við fengum ekki fleiri mörk á okkur þar sem hann átti margar góðar og glæsilegar markvörslur... bjóðum Ómar velkominn í hópinn *klapp klapp klapp*.
Markaskorara voru :
1. Maggi
2. Gunni
3. Kiddi
Nú er bara einn leikur eftir og er hann ekki fyrr en á fimmtudegi í þarnæstu viku (26.07.07) klukkan 21.00.
FC Kajak var að bjóða okkur í æfingaleik í Sandgerði fimmtudaginn 19. júlí. Ég sagði honum að við værum til... FC Kajak eru í þriðja neðsta sæti í B riðli með 6 stig. Þannig að þetta verður örugglega fín æfing fyrir okkur á móti liði sem er ekki mjög mörgum flokkum fyrir ofan okkur í getu. Læt ykkur vita betur um þetta í næstu viku.
Maður leiksins á móti KF - Sund
Gunni 30% (3 atkvæði)
Mundi 30% (3 atkvæði)
Freysi 20% (2 atkvæði)
Ómar 10% (1 atkvæði)
Tóti 10% (1 atkvæði)
Mundi
Bloggar | Breytt 14.7.2007 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 10:06
Hausastaðir - Hasselhoff í kvöld
Hausastaðir - Hasselhoff í kvöld
Klukkan 21.00 í kvöld verður stórleikurinn Hausastaðir - Hasselhoff. Hasselhoff hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og tekið á móti hverju stórliðinu á fætur öðru, fengið á sig þónokkur mörk, og nálgast nú hundraðasta mínus markið óðfluga. En þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og Hasselhoff menn virðast vera farnir að spila fótbolta þá verður að teljast harla ólíklegt að takmarkið náist, sérstaklega þegar litið er til þess að þeir eiga aðeins eftir að spila við einhverja miðjumoðara sem virðast hvorki hafa metnað eða getu til að vera í toppbaráttunni né að tapa með stæl.
Heyrst hefur að Hasselhoff hafi verið að æfa nýja taktík þar sem aðeins er spilað með einn varnarmann. Ætlunin er talin vera að gera andstæðingunum auðveldara með að skora, því það þarf ekkert minna en kraftaverk til að þeir nái að fá á sig 21 mark í þessum tveimur leikjum (eða hvað ?) sem eftir eru. Það biðla því allir til Hausastaða um að mæta með sitt allra sterkasta lið og slaka hvergi á klónni.
En það má ganga að því vísu að í kvöld verður tekið vel á því á Leiknisvellinum og því um að gera að fjölmenna og láta vel í sér heyra og hvetja Hasselhoff áfram í því að ná - 100 marka tölunni.
ÁFRAM FC HASSELHOFF
Mundinn hefur talað !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 12:35
Hasselhoff 0 - 6 KF Sund
Met mæting var hjá okkur í gærkvöldi þar sem 11 Hoffarar létu sjá sig :).
Þrátt fyrir 6-0 tap þá stóðum við okkur nú bara verulega vel og staðan var bara 2-0 eftir fyrri hálfleik, en í þeim seinni kom smá tímabil sem Sundmennirnir duttu í einhvern gír og röðuðu inn mörkum. En á heildina litið var góður andi og góð barátta í liðinu, gaman að sjá menn detta til baka líka og verjast... henda sér fyrir skotin og svona :D.
Næsti leikur er á móti Hausastöðum á miðvikudaginn 11.07. Hausastaðir eru í 8 sæti og því ekki í neinni baráttu um að komast í úrslitakeppnina og miðað við spilamennskuna hjá okkur í síðasta leik þá er þetta leikur sem við ættum að geta gert góða hluti í, en bara ef við náum upp sama spili og síðast.
En hvað segiði um að taka þátt í þessum firmamótum sem ég minntist á hérna fyrir neðan?
Ég er svo búinn að senda fyrirspurnir á bæði Egilshöll og Fífuna um hvort einhverjir tímar séu lausir og hvað þetta myndi kosta okkur, fæ vonandi svör fljótlega.
*Fékk svar frá Fífunni, þeir byrja ekki útleigur fyrr en eftir 10. ágúst - á að hafa samband aftur þá*
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2007 | 22:09
I have returned
Já þá er kallinn kominn aftur á klakann. Talsverður hitamunur þar sem hitinn á Rhodos fór upp í tæpar 50 gráður á tímabili :-) og hitinn hérna í dag var í kringum 15 gráður.
Allaveg þá er ég orðinn feitur og sællegur eftir að hafa legið í bjór-rauðvíns-kokteils baði í 2 vikur og kem því "sterkur" inn í næsta leik sem er á miðvikudaginn kl. 21.00 á móti FC Sund. FC Sund eru í 3 sæti þessa stundina og þegar langt er liðið á mótið þá eru þeir í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Þetta verður því talsvert erfiður leikur fyrir okkur og spurning um að reyna að stríða þeim soldið og halda markatölunni í lágmarki.
15-1 í síðasta leik á móti Innri fegurð getur náttúrulega ekki talist neitt rosalega góður árangur... sama markatala og í fyrsta leiknum okkar í mótinu. Og 9-0 í leiknum þar á undan á móti Markaregni er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en samt ásættanlegt þar sem við töpuðum 11-1 fyrir þeim í bikarnum.
Þið hafið samt staðið ykkur "rosalega vel" í að skrifa hérna inn á síðuna og kjósa mann leiksins... ég veit náttúrulega ekkert hverjir spiluðu leikina og hverjir ekki og ef ég fæ þær upplýsingar ekki þá get ég ekki sett inn statistics fyrir þessa leiki... vorum við ekki með einhvern varafyrirliða sem á að sjá um þessa hluti :-).
Sá á spjallinu hjá Carslbergdeildinni var verið að auglýsa tvö firmamót :
Firmamót ÍH. Firmamót ÍH verður haldið á Hamarsvelli (Grasvellir) þann 21. Júlí og hefst mótið stundvíslega kl 12:00 og lýkur um kl. 16:00. Keppt verður á hálfum velli og er leiktími 1x 10 mín. Leikið verður í tveimur 6 liða riðlum og fara 2 efstu liðin í undanúrslit og leikið verður um 3. Og 1. Sæti. Öllum liðum er þar með tryggðir a.m.k. 5 leikir. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Leikið er með 7 leikmenn (6 útileikmenn + markmaður) ekkert takmark á varamönnum. Þáttökugjald er 15.000,- á lið. Uppl. Og skráning: S: 898-3094 Ingvar ingvar@ihfotbolti.net S: 869-0616 Arnar Ingi Arnar@ihfotbolti.net
Knattspyrnudeild Reynis ætlar að halda firmamót í knattspyrnu á næstkomandi Sandgerðisdögum. Nánar tiltekið Laugardaginn 25. ágúst. Stefnt er að því að ná 16 liðum á mótið og leikið verði í 4 riðlum. Leikið verður á 4 völlum samtímis. Að móti loknu verður svo heljarinnar grillveisla með öllu tilheyrandi, þ.e.a.s. mat og drykk. Vegleg verðlaun verða í boði á mótinu. Verð á hvert lið sem skráð er til leiks er 20.000 kr. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri Reynis, Kristján Jóhannsson, í síma 8999580.
Eru menn ekki menn í að taka þátt? Höfum gott af æfingunni... eins væri gaman að ná inn nýjum mönnum í þessi mót sem væru til í að vera með okkur í bolta næsta vetur, þurfum að vera með hóp upp á lágmark 16 manns, helst fleiri til að ná örugglega í 2 sjö manna lið í hverjum tíma.
Sjáumst annars á miðvikudag... Mundi
Bloggar | Breytt 2.7.2007 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2007 | 10:21
Hasselhoff - Marel
Jæja drengir þá er loks að koma að næsta leik hjá okkur. Marel menn vildu endilega spila leikinn við okkur (vilja eflaust bæta markatöluna) og hann fer fram á miðvikudaginn næsta (13.06.07) klukkan 21.00.
Marel eru sem stendur í þriðja neðsta sæti með 1 sigur og eitt jafntefli. Þeir gerðu jafntefli við Team Lebowski sem unnu okkur 3-7. Þeir unnu svo Innri fegurð 3-1, en það var reyndar áður en Innri fegurð komst í gang.
Hugsa að þetta sé mjög svipað lið og Team Lebowski og því ættum við að setja stefnuna á að fá ekki fleiri en 5 mörk á okkur og ná að setja nokkur sjálfir... Reyndar orðið langt síðan við spiluðum þannig að menn kannski búnir að missa taktinn.
Svo er ég búinn að redda okkur æfingaleik við Bootcamp í næsta mánuði þegar ég er kominn aftur úr fríi. Þeir lofuðu að taka ekki hart á okkur .
Maður leiksins síðast...
Mundi 61% (8 atkvæði)
Gunni 15% (2 atkvæði)
Tóti 7% (1 atkvæði)
Maggi 7% (1 atkvæði)
Tumi 7% (1 atkvæði)
Bloggar | Breytt 12.6.2007 kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2007 | 13:15
9 júní 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 09:48
Umf. Dragon 10 - 0 Hasselhoff
*Breytt* Leikurinn fór víst 10 - 0... tókst ekki að halda okkur undir tuginum þannig að það er refsing á hópinn - spurning um að rukka 500 - 1.000 kall á haus (bjórsjóður) í hvert skipti sem við fáum á okkur 10 mörk eða meira ? Svo er spurning um að setja mig á námskeið svo ég læri að telja almennilega .
Þetta var eiginlega skelfilega lélegur leikur hjá okkur drengir mínir, áttum reyndar nokkra góða spretti í sókninni, en varnarlega séð þá vorum við ekki á vellinum. Held það sé nokkuð ljóst að við þurfum að breyta eitthvað leikskipulaginu hjá okkur til að halda mörkunum í lágmarki. Spurning um að vera með 3 fasta í vörninni, 2 vængmenn og einn sem spilar miðju og frammi. Dragon menn voru hvað eftir annað að komast tveir á móti einum varnarmanni og dugði þá einfalt þríhyrningaspil til að vera kominn einn á móti markmanni. Þeir mega nú samt alveg eiga það að þeir voru að spila frekar vel hjá Dragon...
Svo finnst mér stemmingin vera eitthvað að drappast niður hjá okkur, megum ekki gleyma að hafa gaman af þessu.
En til að líta á björtu hliðarnar þá tókst okkur að halda mörkunum undir tuginum sem er alltaf gaman .
Svo er Esjuganga á laugardaginn, tökum þátt í að setja íslandsmet í Esjugöngu. Verum mættir og til í gönguna kl. 09.00 á laugardagsmorgun, spurning hvort við notum þetta ekki sem góða æfingu og hlaupum upp . Endilega skráið í kommentin ef þið ætlið að mæta, ég mæti allavega. Þið getið lesið um þetta hérna.
Bloggar | Breytt 1.6.2007 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 12:50
Upphitun fyrir Umf. Dragon - Hasselhoff
Á morgun (30.05.2007) eigum við leik við Umf. Dragon, en þeir eru sem stendur í þriðja sæti í riðlinum. Fyrir ofan þá eru svo Hunangstunglið og Hvatberar, en við erum einmitt búnir að spila við bæði þessi lið. Umf. Dragon vann fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum. Fyrsta leikinn áttu þeir við Team Lebowski, sem við spiluðum einmitt við síðast, og unnu þeir 3-1. Annar leikur þeirra var við Innri Fegurð og fór sá leikur 2-0 fyrir Umf. Dragon. Svo áttu þeir í þriðju umferð Marel og tóku þá 4-0. Í fjórðu umferð tóku þeir á móti Markaregni sem vann okkur eftirminnilega 11-1. Leikur þeirra endaði með jafntefli 2-2. Í fyrstu umferðinni í bikarnum léku Umf. Dragon svo aftur við Team Lebowski og tókst þá að vinna þá mjög sannfærandi 7-0. Miðað við að leikur okkar við Team Lebowski endaði 3-7 þá megum við alveg búast við töluvert erfiðum leik og því mikilvægt að menn fari snemma að sofa í kvöld og undirbúi sig andlega sem og líkamlega .
Annars byrjar leikurinn kl. 19.00... og þar sem þetta er fyrsti leikur kvöldsins verða væntanlega ekki tafir eins og venjulega þannig að gott að menn séu mættir og tilbúnir í slaginn allavega tíu mínútum fyrr.
Svo veit ég ekki alveg hvað er að gerast með kosninguna, 23 búnir að kjósa... hélt ég gæti treyst ykkur til að gera þetta heiðarlega, en nokkuð ljóst að svo er ekki .
Hér eru allavega úrslitin úr manni leiksins
Gunni 25% (6 atkvæði)
Mundi 20% (5 atkvæði)
Óskar 16% (4 atkvæði)
Tumi 16% (4 atkvæði)
Binni 8% (2 atkvæði)
Tóti 8% (2 atkvæði)
Freysi 4% (1 atkvæði)
Íþróttir | Breytt 30.5.2007 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2007 | 09:00
Nei nú er goðið alveg búið að missa það
Leyndarmálið hélt fjölskyldunni saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðan
Styrktaraðili
Breiðholtsskóli
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar