Icelandair Open 2008

Eru menn ekki tilbúnir í skemmtilega utanlandsferð Smile

 Tekið af Gras.is :

Laugardaginn 1. mars 2008 munu Icelandair í Kaupmannahöfn og Boldklubben Isborg standa fyrir Icelandair Open hraðmótinu í innanhúss knattspyrnu í Kaupmannahöfn, í fjórða sinn. Tilgangur Icelandair Open er að fá íslenska fótboltaáhugamenn í Skandínavíu og á Íslandi til að hittast, spila fótbolta og hafa gaman af.

Dagskrá mótsins er á þá leið að á föstudagskvöldi, 29. febrúar, hittast leikmenn, ræða málin, draga í riðla og fá sér hressingu í formi flatböku og bjórs. Á laugardeginum 1. mars hefjast svo leikirnir en verða þeir spilaðir í hinum glæsilegu Gladsaxe fótboltahöllum sem eru í ca. 15 mín fjarlægð frá miðbæ Kaupmannahafnar.

Leikið verður með böttum og eru fimm leikmenn frá hvoru liði eru inná hverju sinni. Hægt er að kynna sér reglur mótsins nánar á heimasíðu Isborgar www.isborg.dk. Hvert lið er skipað allt að 10 íslenskum þátttakendum. Enn hefur lengd leikja ekki verið ákveðin en hún verður ákveðin þegar fjöldi liða á mótinu liggur fyrir.

Um kvöldið er svo lokahóf mótsins í miðbæ Kaupmannahafnar.

Glæsileg verðlaun fyrir mótið eru í boði Icelandair og KSÍ.

Þátttökugjald fyrir föstudagsskemmtun og mót er 14.000 ISK á lið og þarf skráningu og greiðslu á mótsgjaldi skal vera lokið fyrir 1. febrúar 2008.

Icelandair býður pakkaferðir fyrir þá sem koma frá Íslandi með flugi og hóteli, einnig býður Ísborg uppá gistingu á gistiheimili í Gladsaxe á góðu verði.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Isborgar www.isborg.dk og eins er hægt að senda tölvupóst á icelandairopen@gmail.com  ef frekari upplýsinga er þörf og til að skrá lið.

Setjið nú þanka ykkar í athugasemdirnar...

.: Mundi :.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Det vil glæde mig hvis vi, Islands dårligiste og grimmeste fodboldsklub vil deltage i den turnering.

Med öðrum orðum..... I´m in 

Binni (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:00

2 identicon

Já strákar er þetta ekki vert að skoða?

gunni (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:41

3 Smámynd: Hannes Þór Bridde

Er ekki mál að vinna fyrst einhverja leiki hérna heima áður en við förum að leggja erlendu liðiðin!

Hannes Þór Bridde, 1.12.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Þórmundur Helgason

Er nú meira verið að tala um skemmtilega helgarferð þar sem spilaður er fótbolti og drukkinn bjór... efast um að menn geri sér vonir um einhverja stórsigra .

Þórmundur Helgason, 2.12.2007 kl. 01:00

5 Smámynd: Hannes Þór Bridde

Maður á alltaf að fara í leiki til að vinna þá ;)

Hannes Þór Bridde, 2.12.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Þórmundur Helgason

Að sjálfsögðu... þessvegna sagði ég líka "stórsigra"

Þórmundur Helgason, 3.12.2007 kl. 18:27

7 identicon

Ég hefði nú gaman af því að fara og drekka bjór

Kiddi (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband