20.8.2007 | 13:35
...
FC Hasselhoff verður ekki á firmamótinu næstu helgi þar sem þáttaka er með eindæmum dræm.
Var að spjalla við þá í Egilshöllinni og þar eru lausir tímar á milli 11 og 12 öll kvöld vikunnar (og þá ekki sturtuaðstaða vegna þess hversu seint þetta er). Þessir tímar eru að kosta 8000 (hálfur völlur) ef það eru stakir tímar en hann sagðist geta lækkað það eitthvað ef við tækjum fastan samning hjá þeim.
Þetta er ekki ennþá komið á hreint í Fífu mönnum, en leigutímar þar eru samt bara á milli 10 og 12 á kvöldin og hálfur salur er að kosta 14.000 pr. stakan tíma þar, lækkar eitthvað ef gerður er samningur.
Nú er spurningin hvort þessir gömlu menn treysti sér í fótbolta svona seint á kvöldin, menn hafa verið að tala um að geta ekki sofnað og svo framvegis eftir tímana.
Endilega látið mig vita hvort þetta sé eitthvað sem þið séuð til í og líka hvort þið hafið einhverja félaga í bakhöndinni sem eru til í að vera með okkur í vetur, þurfum að vera með algjört lágmark 16 manna hóp.
Ef við förum ekki út í þetta þá byrjar tímabilið í Breiðholtsskóla 6. september
Staðan
Styrktaraðili
Breiðholtsskóli
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek það fram að ég er alveg til í tíma á milli 23 og 25
.:Mundi:.
FC Hasselhoff, 20.8.2007 kl. 15:43
Þetta átti að sjálfsögðu að vera 24 en ekki 25
FC Hasselhoff, 20.8.2007 kl. 15:47
Ég er líka til í þetta svona seint enda alvöru karlmaður eins og mundi
Gunni (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.