Færsluflokkur: Bloggar

Óbærilegt

Já spennan og eftirvæntingin er óbærileg... núna á mánudagskvöld er loks kominn vetur og fótboltinn byrjar að nýju stundvíslega kl. 23.00.

Ég vil endilega minna menn aftur á að við erum ekki með skiptiklefa vegna þess hversu seint tíminn er og því er lang best að mæta bara í gallanum.

Ef þið eruð svo með einhverja sem þið viljið taka með, hvort sem það er bara í kvöld eða til framtíðar þá endilega látið mig vita svo ég sé með það nokkurnvegin á hreinu hversu margir mæta.

Smile

.:Mundi:.


Ekkert bull

Þetta er ekkert andskotans lýðræði... Cool

Tók tíma í Fífunni, mánudagar kl. 23.00... byrjar næsta mánudag, en athugið að þetta eru klefalausir tímar vegna þess hversu seint þetta er, þannig að best að menn komi bara í gallanum ef þeir vilja ekki vera að strípast inn á miðjum velli.

Fáum þetta á spottprís, rúmur 7000 kall á tímann fram að jólum ( 16 tímar )... 112.500 í heildina !

Svo er víst í góðu lagi að nota heilan völl ef enginn er á hinum helmingnum... ekki það að við höfum mikið þol í það.

Nú set ég það í ykkar hendur að safna drengjum til að manna tvö 7 manna lið á hverju mánudagskvöldi fram að jólum.

Svo byrja tímarnir í Breiðholtsskóla líka í næstu viku, fimtudagur kl. 21.50... allir að setja reminder í símann hjá sér.


Nú er komið að því

Nú þurfa ALLIR sem ætla að vera með í fótbolta í vetur að svara eftirfarandi spurningum í commentunum.  Geri ráð fyrir að þeir sem svara ekki ætli ekki að vera með.

*BÆTT VIÐ*

Bæði Fífan og Egilshöll eru bara með gervigrasið til leigu á milli 22 og 24.  Kostnaður er svipaður á báðum stöðum, 15.000 pr tíma á milli 22 og 23 og 7.500 milli 23 og 24 fyrir hálfan völl.  Mér finnst persónulega betra að borga helmingi minna fyrir að spila aðeins klukkutíma seinna...  Kjósið í skoðanakönnuninni hvaða dag þið mynduð vilja vera á gervigrasi.


1. Ætlarðu að vera með í fimmtudagsboltanum (kl 21.50 Breiðholtsskóla)?
 Heildarkostnaður ca. 55.000 sem deilist niður á 10 - 12
2. Viltu vera með á Gervigrasi á t.d. þriðjudagskvöldum kl. 23.00?
 Heildarkostnaður ekki kominn... ca. 136.000 sem deilist niður á 16+
3. Ef já við nr. 2, geturðu þá reddað fleirum sem vilja vera með?
4. Ertu maður eða mús.

FC Hasselhoff stóð sig svo með prýði á SPES bílamótinu í Sandgerði á laugardaginn... 6 Hoffarar mættu ferskir til leiks og fengu með sér eina hörkugellu til að ná í lið.  Eins og lög gera ráð fyrir þá töpuðum við öllum leikjunum, en vorum eins og alltaf að standa okkur vel.

Binni skoraði fyrra mark okkar yfir daginn með glæsilegu skoti upp við stöng í eigin mark við mikinn fögnuð OldBoys Reynir.  Ég opnaði svo markareikning minn fyrir Hasselhoff með þrumuskoti rétt utan við vítateig í síðasta leiknum okkar.  Markmaðurinn gerði sér greinilega ekki grein fyrir kraftinum í skotinu því boltinn þaut í gegnum lúkurnar á honum.

Ekki gleyma að skrifa í commentin, annars verð ég brjálaður...

.:Mundi:.


Ennnn um mótið

Mótið byrjar stundvíslega kl. 11 á laugardagsmorgun.  Menn þurfa því að leggja af stað í síðasta lagi kl. ca. 10 til að vera komnir tímanlega og í engu stressi, viljum ekki að menn láti taka sig fyrir of hraðann akstur á Reykjanesbrautinni.  Reiknað er með að mótinu sé lokið kl. 16, þá er verðlaunaafhending og veitingar í boði.

Ég fer á bíl, Valli búinn að panta eitt pláss, þannig að það eru þrjú sæti laus ennþá hjá mér.  Þá er spurning hver annar vill fara á bifreið sinni og hver fer með hverjum.  Menn mega endilega tala sig saman um þetta sem fyrst... með sætin hjá mér þá er það bara fyrstur kemur fyrstur fær.

Þeir sem mæta : 

  • Mundi
  • Kiddi
  • Binni
  • Tóti
  • Valli
  • Hilmar
  • Ómar
  • 1 - 2 aukamenn
  • Kannski Gunni
Nú er bannað að beila með svona stuttum fyrirvara  Wink

SPES...

Jæjans, þá erum við orðnir ca. 8 talsins sem ætlum að mæta Wink ... spurning hvort við finnum einhverja tvo í viðbót svona til öryggis...

Mundi, Binni, Tóti, Kiddi, Hilmar, Ómar + 2 félagar hans.... og svo ætlar Gunni kallinn að reyna að mæta í einhverja leiki ef hann getur.

Mótið kostar 20.000 á lið eins og fram hefur komið... ég borga það núna á eftir, svo fer það eftir því hversu margir mæta hvað þetta kostar á haus.  Eins og stendur í einhverju blogginu hérna fyrir neðan þá er fjölskylduhátið í gangi þarna um helgina og því tilvalið að kippa konu og börnum með, sérstaklega ef vel viðrar.

Tók þetta af heimasíðunni hjá reynir.is : 

Búið er að draga í riðla fyrir Spesbílamótið sem fram fer á laugardaginn kemur. Riðlana má sjá hér að neðan.

Mótið hefst á slaginu 11:00 og eru menn beðnir um að vera mættir tímanlega.

Nánari tímaniðurröðun er væntanleg síðar í dag eða á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig riðlarnir raðast upp:

A riðill
Sporthúsið
Samkaup
FC Dedos 1
Premier FC
B riðill
FC Dedos 2
FC Hasselhoff
Aston United
Rafholt
C riðill
Old Boys Reynir
FC Ferró
Vantar lið
Yngri framtíðin

D riðill
Garðabræður
Geirfuglarnir
FC Paddy's
Hertz

 

 


SPES Bílamótið Sandgerði

Við tökum bara þátt og ekkert kjaftæði!!

Mundi, Binni, Tóti, Hilmar og Kiddi hafa lýst yfir áhuga á að mæta, þannig að okkur vantar í raun bara 2 menn til að geta tekið þátt... samt ráðlegt að hafa skiptimenn Wink nú er bara að tala við þá vini og ættingja sem gætu verið til í að taka léttan bolta á góðum laugardegi.

Ég þarf að fá þá sem ætla ekki að taka þátt og eru með búninga til að koma þeim til mín svo við höfum örugglega nóg af þeim fyrir þá sem mæta... stóra sem smáa.

Sýna svo smá áhuga hérna drengir... þetta er alveg steindautt hjá okkur Frown.

.:Mundi:.


...

FC Hasselhoff verður ekki á firmamótinu næstu helgi þar sem þáttaka er með eindæmum dræm.

Var að spjalla við þá í Egilshöllinni og þar eru lausir tímar á milli 11 og 12 öll kvöld vikunnar (og þá ekki sturtuaðstaða vegna þess hversu seint þetta er).  Þessir tímar eru að kosta 8000 (hálfur völlur) ef það eru stakir tímar en hann sagðist geta lækkað það eitthvað ef við tækjum fastan samning hjá þeim. 

Þetta er ekki ennþá komið á hreint í Fífu mönnum, en leigutímar þar eru samt bara á milli 10 og 12 á kvöldin og hálfur salur er að kosta 14.000 pr. stakan tíma þar, lækkar eitthvað ef gerður er samningur.

Nú er spurningin hvort þessir gömlu menn treysti sér í fótbolta svona seint á kvöldin, menn hafa verið að tala um að geta ekki sofnað og svo framvegis eftir tímana.

Endilega látið mig vita hvort þetta sé eitthvað sem þið séuð til í og líka hvort þið hafið einhverja félaga í bakhöndinni sem eru til í að vera með okkur í vetur, þurfum að vera með algjört lágmark 16 manna hóp.

Ef við förum ekki út í þetta þá byrjar tímabilið í Breiðholtsskóla 6. september


Firmamót

Spesbílamótið í Sandgerði Laugardaginn 25. ágúst 2007 Leikið er í 4 fjögurra liða riðlum þar sem allir leika gegn öllum. 2 efstu liðin fara í 8 liða úrslit og 2 neðstu liðin fara í keppni um besta lélega liðið. Öll lið fá því að því að minnsta kosti 6 leiki. Verðlaun eru veitt fyrir 1,2 og 3 sæti og þau verða mjög vegleg. Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta lélega liðið, markahæsta leikmanninn og margt fleira. Leikið er á 4 völlum, 7 manns inná í hverju liði og eins margir skiptimenn og liðin vilja. Leiktími er 1x15 mínútur. Leikmenn meistaraflokks Reynis verða dómarar. Mótið hefst kl 11:00 og ætti verðlaunaafhending að hefjast um 15:00. Boðið verður upp á grill og öl. Þátttökugjald er kr 20.000 á lið og þarf að greiðast viku fyrir mót annars verður lið ekki á meðal þátttakenda. Dregið verður í riðla í beinni á www.reynir.is 6 dögum fyrir mót. Mótið fer fram á sama tíma og Sandgerðisdagar fara fram og verður því mikið um að vera. Bylgjan verður á staðnum og ýmislegt í gangi fyrir krakkana svo það er um að gera að taka fjölskylduna með ef þið eigið hana.

Erum við menn eða mýs ?


Þeir sem eru til :

Mundi
Tóti
Kiddi
Binni



Síðasti leikurinn

... er í kvöld

Við mætum Ginola kl. 21.00 á Leiknisvellinum eins og venjulega.  Þetta er síðasti leikurinn okkar í deildinni í sumar og því býst ég við að allir mæti galvaskir og reiðubúnir í að gefa sig alla í þetta.  Spurning um að reyna að vinna einn leik.  væri gaman að ná í stig.

Ginola eru í 9. sæti og eru örugglega svipaðir að getau og Hausastaðir sem við kepptum við síðast.  Stóðum okkur þrusu vel í þeim leik, þurfum bara betra skipulag aftast í vörnina og þá smellur þetta.

Ég mæti og hvet ykkur áfram, en spila ekki !

Semsagt mæting í kvöld fyrir kl. 21.00

Gunni var maður leiksins á móti Hausastöðum :

Gunni 43% (7 atkvæði)
Ómar 31% (5 atkvæði)
Hilmar 6% (1 atkvæði)
Kiddi 6% (1 atkvæði)
Mundi 6% (1 atkvæði)
Óskar 6% (1 atkvæði)


.:Mundi:.


Enginn æfingaleikur

... nú spyr ég bara, ef það hefði verið leikur í deildinni í kvöld hefði þá Gunni mætt einn ?!?

Aðeins þrír af 14+ manns eru með það sem ég tel gilda afsökun fyrir að geta ekki mætt í kvöld en við skulum ekkert vera að fara nánar út í það !

Svo er það annað, ég skrifaði hérna á síðuna síðasta föstudag um þennan æfingaleik og enginn ykkar kommentaði neitt um hvort þeir hefðu áhuga, gætu mætt eða ekki... ég er ekki bara að skrifa þetta drasl hérna inn fyrir mig sko !

Allavega í framtíðinni ef þið komið inn á síðuna og lesið um væntanlegan æfingaleik ( eða annað aktivití ) þá væri alveg frábært ef þið tækjuð eins og hálfa mínútu í að kommenta hvort þið mynduð geta mætt eða ekki !

Ég er svo búinn að skrá okkur á firmamót... tjáið ykkur nú um það :

Spes-Bílamótið. Knattspyrnudeild Reynis ætlar að halda firmamót í knattspyrnu á næstkomandi Sandgerðisdögum. Nánar tiltekið Laugardaginn 25. ágúst. Stefnt er að því að ná 16 sjö manna liðum á mótið og leikið verði í 4 riðlum. Leikið verður á 4 völlum samtímis. Að móti loknu verður svo heljarinnar grillveisla með öllu tilheyrandi, þ.e.a.s. mat og drykk. Vegleg verðlaun verða í boði á mótinu. Verð á hvert lið sem skráð er til leiks er 20.000 kr.

.:Mundi:.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hasselhoffinn

FC Hasselhoff
Gunni er Hasselhoffinn
Vor 2007

Staðan

Styrktaraðili

Breiðholtsskóli

1. Gunni 7
2. Mundi 7
3. Maggi 6
4. Hilmar 4
5. Biggi 2
6. Binni 2
7. Kiddi 2
8. Tóti 2
9. Tumi 2
10. Valli 2
11. Ómar 0
12. Óskar 0

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband